Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frá átta til áttatíu ára í meistaramóti GS
VF-mynd/pket: Kinga á 1.teig í Leirunni í morgun. Flott golfsveifla. Í baksýn er faðir hennar sem hefur þjálfað litlu dömuna.
Miðvikudagur 4. júlí 2012 kl. 10:14

Frá átta til áttatíu ára í meistaramóti GS

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja hófst í vikunni en um 150 kylfingar eru skráðir til leiks á þessu stærsta innanfélagsmóti sumarsins. Ótrúleg þurrkatíð í byrjun sumarsins hefur sett svip sinn á Hólmsvöll í Leiru sem sést vel á gulum brautunum en það er ekkert nýtt því undanfarin sumur hafa verið þurr. Flatirnar eru hins vegar fagur grænar enda vökvaðar á hverjum degi og völlurinn í heild í flottu standi.

Elsti keppandi er nærri 80 ára en yngsti keppandi í meistaramóti GS er hin pólska Kinga Korpak en hún hefur alist upp hér á landi og byrjaði ung að sækja golfvöllinn í Leiru. Kinga er 8 ára en verður 9 ára í lok árs. Hún hefur náð frábærum árangri í sumar og verið á verðlaunapalli í flokki 14 ára og yngri telpna á Áskorendamótaröð Golfsambands Íslands þrisvar sinnum í sumar og í eitt skiptið í efsta sæti.



Sindri Gunnarsson í góðri sveiflu á 1. teig í morgun. Hér sést vel „þurrk“-liturinn á Leirunni en brautir eru gulbrúnar eftir mikla þurrkatíð sem sér lítið fyrir endann á.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024