Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fótboltinn: Njarðvík tapaði, Víðir vann
Sunnudagur 22. júní 2008 kl. 23:14

Fótboltinn: Njarðvík tapaði, Víðir vann

Gengi Suðurnesjaliðanna í fótboltanum um helgina var misjafnt. Í dag tapaði Njarðvík fyrir KS/Leiftri á Njarðtaksvellinum, 2-3, eftir að hafa komist 2-0 yfir. Mörk Njarðvíkur skoruðu þeir Vignir Benediktsson og Kristinn Örn Agnarsson, en á síðasta hálftímanum keyrðu Norðanmenn yfir Njarðvíkinga og skoruðu sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok.
 
Þetta var fyrsti sigur KS/Leifturs í sumar en þeir eru nú einu stigi á eftir Njarðvík sem stefnir í harðan fallslag í sumar.
 
Víðismenn úr Garði unnu hins vegar góðan sigur á Völsungi í 2. deildinni, 3-1 eftir að hafa lent undir 0-1. Haraldur Axel Einarsson, Marko Blagojevic og Knútur Rúnar Jónsson skoruðu mörk Víðis sem er nú í 3. sæti 2. deildar og hefur enn ekki tapað leik í deildinni.
 
Þá gerði Þróttur úr Vogum 3-3 jafntefli við Álftanes í 3. deildinni í gær.
 
VF-mynd/Þorgils – Úr leik Njarðvíkur í kvöld
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024