Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fótboltinn heldur áfram
Áhorfendur eru skyldir til að bera grímur á íþróttaviðburðum utandyra. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 7. október 2020 kl. 08:36

Fótboltinn heldur áfram

Hertar samkomutakmarkanir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sóttvarnaraðgerðirnar heimila íþróttir utandyra en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en tuttugu í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum.

Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog. Samkomutakmarkanir sem tóku gildi 5. október gilda óbreyttar annars staðar á landinu. Gildistími þessara takmarkana er til og með 19. október.

Miðað við þessar upplýsingar verður Íslandsmótinu í knattspyrnu áfram haldið að óbreyttu en í baráttunni gegn kórónaveirunni eru hlutirnir fljótir að breytast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og leikjaplanið sem er í gildi nú lítur út mun Keflavík ljúka leik í Lengjudeild kvenna á föstudaginn og Grindavík leikur síðast leik sinn í 2. deild kvenna á laugardag.

Hjá körlunum munu síðustu umferðirnar í Lengjudeildinni, 2. deild og 3. deild verða leiknar laugardaginn 17. október.