Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

„Fótboltinn er mitt helsta áhugamál“
Laugardagur 27. janúar 2018 kl. 06:00

„Fótboltinn er mitt helsta áhugamál“

Knattspyrnukonan Dröfn Einarsdóttir var valin íþróttakona Grindavíkur árið 2017, en hún leikur með knattspyrnuliði Grindavíkur og hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands. Dröfn segir að fótboltinn hafi verið sitt helsta áhugamál frá unga aldri og svo sé félagsskapurinn skemmtilegur.

Titilinn segir Dröfn hafa komið sér á óvart en hún er afar stolt með nafnbótina. Grindvíkingum gekk ágætlega í Pepsi-deildinni í sumar og en stelpurnar komu mörgum á óvart þar sem þeim var spáð falli af ýmsum spekingum. Stelpurnar enduðu í sjöunda sæti deildarinnar.
„Landsliðsverkefnin með U19 ára landsliðinu standa upp úr á árinu hjá mér ásamt ágætu gengi okkar í Pepsi-deildinni. Sigurinn á Íslandsmeisturum Þór/KA er sætasti sigur sumarsins en við unnum þær á heimavelli 3-2,“ segir hún.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dröfn er fædd og uppalin í Grindavík og hefur alla sína tíð spilað með heimaliðinu sínu. „Það er mjög gott að æfa í Grindavík, mórallinn í liðinu okkar er góður og stelpurnar eru frábærar.“
Hún segist vera farin að velta framtíðinni aðeins fyrir sér og að heimurinn sé alltaf að opnast meira í kvennaknattspyrnunni en margar stelpur hafa farið til Bandaríkjanna í nám og stundað knattspyrnu samhliða. „Stelpur er farnar í atvinnumennsku í Evrópu og er Ingibjörg Sigurðardóttir, sem lék á sínum yngri árum með Grindavík, farin til dæmis að leika með Djurgården. Hún er góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur hér.“

Það kostar mikla vinnu og eljusemi ef maður ætlar að ná í íþróttum og segir Dröfn að svefn sé mjög mikilvægur ef maður ætli sér að ná langt. „Mataræðið skiptir líka máli, svo er það aukaæfingin sem skapar meistarann.“

[email protected]