Fótboltinn á fullu í kvöld
Það er alltaf nóg um að vera í fótboltanum og í kvöld fara fram tveir leikir í Reykjanesbæ. Keflavíkurstúlkur taka á móti Áltanesi á Nettóvellinum klukkan 20:00. Keflvíkingar sitja í 6. sæti 1. deildar B með 11 stig eftir 10 leiki um þessar mundir.
Í 2. deild karla fá Njarðvíkingar Dalvík/Reyni í heimsókn klukkan 19:00 á Njarðtaksvöllinn. Njarðvíkingar eru sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 13 stig og þurfa nauðsynlega á stigum að halda.
Á morgun fer síðan fram stórleikur í Grindavík þegar KR kemur í heimsókn og liðin takast á í undanúrslitum bikarkeppni karla.