Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fótbolti: M.fl karla, Grindavík-Valur
Sunnudagur 27. júlí 2008 kl. 09:16

Fótbolti: M.fl karla, Grindavík-Valur


13. umferð Landsbankadeildarinnar hefst með tveimur leikjum í kvöld. Suðurnesjamenn fá einn leik á heimaslóðum þegar Grindavík og Valur leika á Grindavíkurvelli  kl.19:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík siglir lygnum sjó um miðja deild með 17 stig. Leikurinn í kvöld skiptir samt sem áður miklu máli því enn eru mörg stig eftir í pottinum.

Valur er í fimmta sæti með 20 stig og ef þeir ætla að vera með í toppbaráttunni í deildinni verða þeir að ná í öll þrjú stigin. Það má því búast við baráttuleik á milli Grindavíkur og Vals.

Síðasti heimaleikur Grindvíkinga var á móti KR, þá mættu tæplega 900 áhorfendur á Grindavíkurvöllinn. Sá leikur fór 2-1 fyrir Grindavík.

 

Á morgun leika Fylkir og Keflavík í Árbænum.kl. 19:15. Keflvíkingar eru í efsta sæti deildarinnar með 26 stig en FH fylgir þeim fast á eftir með 25 stig. FH fer uppá Skaga í kvöld til að kljást við Akranesmenn og má búast við hörkuleik.

Mynd: Milan Stefán Jankovic, þjálfari meistaraflokks karla í Grindavík. Af heimasíðu UMFG.