Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fótbolti: Keflavík í 8 liða úrslit í Deildarbikarnum
Fimmtudagur 29. apríl 2004 kl. 09:26

Fótbolti: Keflavík í 8 liða úrslit í Deildarbikarnum

Úrvalsdeildarlið Keflavíkur leikur í kvöld við Víking í 8 liða úrslitum deildarbikarkeppninnar og fer leikurinn fram í Reykjaneshöllinni kl. 20.00. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna..
Keflavíkurliðinu hefur gengið vel í deildarbikarnum og sigruðu örugglega sinn riðil með því að vinna 5 leiki og gera tvö jafntefli.

Þá er liðið nýkomið heim eftir velheppnaða viku æfingaferð til Danmerkur. Í Danmörku spilaði liðið þrjá leiki. Fyrst við Holbæk en þeim leik töpuðu Keflvíkingar með einu marki. Annar leikurinn var við Brönshöj, gamla liðið hans Guðmundar Steinarssonar sem Keflvíkingar unnu örugglega 3-0. Markaskorarar í þeim leik voru Stefán Gíslason, Magnús Þorsteinsson og Jónas Sævarsson. Í þriðja og síðasta leiknum unnu Keflvíkingar Helsingör 5-1. Markaskorarar í þeim leik voru Haraldur Guðmundsson, Þórarinn Kristjánsson, Hörður Sveinsson, Zoran Lubicic og Hörður Sveinsson sem setti tvö mörk.
Með liðinu kom heim liðsauki frá Júgóslaviðu, en samið hefur verið við leikmennina Sasa Komlenic sem er varnarmaður og markvörðinn Streten Durovic. Það er því ljóst af gengi liðsins í vetur að það er tilbúið fyrir átökin í Landsbankadeildinni í sumar sem hefjast með útileik á móti KA 16. maí og fyrsti heimalekurinn er við KR 20 maí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024