„Fótboltakálfur“ fylgir TVF á föstudag
Sérblað um knattspyrnusumarið 2002 fylgir Tímariti Víkurfrétta sem kemur út föstudaginn 24. maí. Um er að ræða kynningu á meistaraflokksliðunum á Suðurnesjum með myndum af öllum leikmönnum liðanna. Margt annað skemmtilegt verður í þessu sérblaði, t.d. mun Guðni Kjartansson aðst. landsliðsþjálfari spá í spilin, Jóhann Guðmundsson atvinnumaður hjá Lyn í Noregi svarar nokkrum spurningum og margt fleira.Liðin sem um ræðir eru Grindavík, Keflavík, Njarðvík, Víðir og Reynir í karlaflokki og svo Grindavík og RKV í kvennaflokki.