Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fótboltafjör á Akureyri
Úr hörkuviðureign Grindavíkur og Njarðvíkur – hér er ekkert gefið eftir. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 11. júlí 2023 kl. 14:45

Fótboltafjör á Akureyri

N1-mótið í knattspyrnu var haldið á Akureyri í síðustu viku og sendu fimm félög af Suðurnesjum fjórtán lið til keppni (Gindavík fimm lið, Keflavík og Njarðvík sex lið hvort og Reynir og Víðir sendu saman þrjú lið).

Það var blíðskaparveður nánast alla dagana sem mótið var haldið og þetta árið voru um 2.000 keppendur úr fimmta flokki sem tóku þátt, af þeim voru um 180 frá Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er alltaf mikið líf og fjör á svona mótum og strákarnir skemmtu sér konunglega. Auðvitað skiptast á skin og skúrir þegar verið að keppa marga leiki í svona stóru móti og stundum getur verið erfitt að tapa. Tapleikir voru hins vegar fljótt að gleymast því allir höfðu nóg fyrir stafni; fótboltinn var auðvitað í fyrirrúmi þar sem strákarnir voru ýmist sjálfir að keppa eða hvetja sín lið til dáða, svo var líka farið í sund og fleira til dægrastyttingar.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í hópi fótboltaforeldra á mótinu og nýtti tækifærið til að taka myndir af snilldartöktum hjá þessum framtíðarstjörnum fótboltans. Myndasafn er neðst á síðunni.

N1-mótið á Akureyri 5.–8. júlí 2023