Þriðjudagur 27. október 2009 kl. 09:18
Forkeppni Subwaybikars hefst í Sandgerði
Forkeppni 32-liða úrslita Subwaybikars karla í körfuknattleik hefst á morgun með leik Reynis Sandgerði og Leiknis. Leikurinn fer fram í Sandgerði og hefst kl. 19:15.
ÍG og Fjölnir b mætast annað kvöld í Grindavík og á sunnudag fer b-lið UMFG til Vestmannaeyja að kljást við ÍBV.