Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fór holu í höggi í ævintýraferð til Afríku
Þriðjudagur 27. febrúar 2007 kl. 23:10

Fór holu í höggi í ævintýraferð til Afríku

Magdalena Sirrý Þórisdóttir úr Keflavík er nú stödd í Kenýa í Afríku þar sem hún er í golfferð með Úrval-Útsýn. Ferðin hefur verið ævintýri líkust og toppurinn  hvað við kemur golfinu hjá henni, var að fara holu í höggi á 15. braut á Leisure Lodge vellinum í Mombasa. Brautin er par-3, rúmlega 90 metra löng og slegið yfir vatn. Boltinn hjá Magdalenu hoppaði einu sinni á flötinni áður en hann lenti í holunni við mikinn fögnuð meðspilara hennar. Þetta var í annað sinn sem hún fer holu í höggi, í fyrra skiptið var það fyrir tíu árum á heimavellinum, Hólmsvelli í Leiru – náði draumahögginu á Bergvíkinni.

Peter Salmon hjá Golfferðum Úrvals-Útsýnar er með 20 manna  hóp í tveggja vikna golfferð  í Kenýa. Hópurinn var fyrst í borginni Naírobí og spilaði þar nokkra velli í næsta nágrenni, síðan var farið í tveggja daga safarí-ferð í Masai Mara þar sem Íslendingarnir upplifuðu m.a. að sjá ljón drepa villisvín í nærmynd, eða um 10 metra fjarlægð. „Það var ótrúleg upplifun að sjá þetta villta dýralíf í safari ferðinni, eins og fíla, ljón, flóðhesta, hlébarða og fleira. Einnig var farið í loftbelg og flogið yfir svæðið. Þá var farið til Mombasa og þar höfum við slappað af og spilað golf við frábærar aðstæður. Íslendingarnir búa á glæsilegu hóteli í Mobasa þar sem þau hafa ströndina á aðra hönd, en frábæran golfvöll á hina,” sagði Peter.

 

Greinina í heild sinni er hægt að lesa á kylfingur.is eða með því að smella hér

 

www.kylfingur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024