Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fór holu í höggi á 2. braut Húsatóftavallar
Björn Birgisson með kúluna góðu. (Samsettar myndir af fésbókarsíðu Björns Birgissonar.)
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 8. júlí 2019 kl. 09:38

Fór holu í höggi á 2. braut Húsatóftavallar

Kylfingurinn Björn Birgisson úr Grindavík fór holu í höggi á 2. braut Húsatóftavallar við Grindavík á laugardag. Þetta er í þriðja sinn sem Björn fer holu í höggi. Fyrst var það 1. október 2003, síðan 18. mars 2004 og svo loks á laugardaginn.

„Callaway boltinn sem í holuna fór á sér góða sögu. Bjarki Guðnason, formaður klúbbsins, gaf mér þennan bolta ekki alls fyrir löngu, en ég var þá staddur á heimili hans og Rakelar Einarsdóttur að afhenda þeim harðfisk,“ segir Björn á fésbókinni þar sem hann lýsir atvikinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann segir að meðspilari sinn, Þorsteinn Einarsson, hafi sagt strax að boltinn hafi farið í holuna en hann ekki trúað honum „enda sé ég ekki vel svona langt frá mér,“ segir Björn.

Allt er þá þrennt er!