Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fögnuður hjá Grindavíkurstúlkum
Grindavíkurstúlkur fögnuðu innilega. Myndir/karfan.is
Fimmtudagur 11. apríl 2019 kl. 12:13

Fögnuður hjá Grindavíkurstúlkum

Grindavíkurstúlkur eru aftur komnar í deild þeirra bestu í körfuboltanum en þær unnu Fjölni 3-0 í úrslitaviðureign um sigurinn í 1. deild. Lokatölur urðu 

Þær grindvísku komu skemmtilega á óvart í þessu einvígi því Fjölniskonur urðu deildarmeistarar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lokatölur urðu 83-92 en leikið var í Grafarvogi. Grindvíkingar voru alltaf skrefinu á undan og unnu nokkuð þægilegan sigur.

Hannah Louise Cook skoraði 23 stig og tók 12 fráköst, Hrund Skúladóttir var með 23/11 fráköst og Ingibjörg Jakbosdóttir var líka öflug með 19 stig og 8 fráköst. Flott frammistaða hjá Grindvíkingum sem hafa leikið í 1. deild síðustu tvö ár. 

Fjölnir-Grindavík 83-92 (21-26, 18-20, 21-16, 23-30)

Grindavík: Hannah Louise Cook 23/12 fráköst, Hrund Skúladóttir 23/11 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19/8 fráköst/6 stoğsendingar, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 13/5 fráköst, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 7, Angela Björg Steingrímsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2/5 fráköst, Andra Björk Gunnarsdóttir 2, Natalía Jennı Lucic Jónsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.