Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Flugeldamót í pílu: Magnús Garðarsson sigraði
Miðvikudagur 7. janúar 2009 kl. 10:50

Flugeldamót í pílu: Magnús Garðarsson sigraði

Pílufélag Reykjanesbæjar hélt flugeldamót í pílukasti þann 30. desember sl. Þátttaka var ágæt, en um 30 manns mættu til leiks og mörg frábær tilþrif sáust á mótinu.
Keppt var í riðlum og 16 efstu fóru í hreinan úrslátt í A-flokki en þeir sem sátu eftir fóru í B-flokk.
 
Sigurvegari í A-flokki var Magnús Garðarsson, í öðru sæti var Friðrik Jakobsson sem einnig fékk verðlaun fyrir fæstar pílur. Í þriðja sæti var Þorgeir Guðmundsson.
Það voru tveir kvennmenn sem tóku þátt í mótinu og var önnur þeirra með hæsta útskot í mótinu 125. Það var Sigríður G Jónsdóttir.
 
B-flokkur.
1. sæti Ívar Guðlaugsson.
2. sæti Guðmundur F Guðmundsson
3. sæti Kristinn Halldórsson.
 
Pílufélag Reykjanesbæjar vill færa Björgunnarsveitinni Sigurvon í Sandgerði frábæran stuðning við mótið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024