Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Flottur sigur hjá Njarðvíkingum á N1 mótinu
Efri röð f.v.: Viktor Nökkvi Ólafsson, Samúel Giovanni Luppi, Jón Gestur Ben Birgisson, Falur Orri Guðmundsson, Rafn Markús Vilbergsson þjálfari. Neðri röð f.v. Logi Sigurðsson, Stefán Svanberg Harðarson, Eyþór Einarsson, Elís Már Gunnarsson.
Mánudagur 8. júlí 2013 kl. 07:30

Flottur sigur hjá Njarðvíkingum á N1 mótinu

Lið 1 hjá 5. flokki Njarðvíkur náði frábærum árangri á N1-pollamótinu í knattspyrnu á Akureyri sem fram fór dagana 3.-6. júlí.

Eftir að liðið hafði unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlakeppninni, þá unnu strákarnir 8-1 sigur á Haukum í átta liða úrslitum. Njarðvík sigraði heimamenn í KA 5-0 í undanúrslitum. Í úrslitaleiknum lék Njarðvík gegn ÍBV. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 0-0, þrátt fyrir að Njarðvíkurstrákarnir hafi átt betri og hættulegri færi. Þannig að loknum venjulegum leiktíma þurfi að grípa til vítaspyrnukeppni. Í henni skoruðu Njarðvíkingar úr fjórum vítaspyrnum en Samúel Giovanni Luppi markvörður Njarðvíkur varði fjórðu spyrnu Eyjamanna og þar við sat – úrslitin því 4-3 fyrir Njarðvík.

Mikill fögnuður braust út á meðal Njarðvíkinga sem náði hámarki þegar Stefán Svanberg Harðarson fyrirliði tók á móti sigurlaununum á lokahófi mótsins.

Samúel Giovanni Luppi var síðan valinn af mótshöldunum besti markvörðurinn í brasilísku deildinni.

Samtals voru 28 lið í brasilísku deildinni en þar á meðal voru lið 1 hjá ÍBV, Gróttu, Haukum, Keflavík, Hetti, Skallagrími og Völsung.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

  Logi Sigurðsson og Samúel Giovanni Luppi.