Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

  • Flottur árangur Suðurnesjamanna
    Myndir Arnar G.is.
  • Flottur árangur Suðurnesjamanna
Þriðjudagur 3. maí 2016 kl. 14:43

Flottur árangur Suðurnesjamanna

Tvö glæsileg hnefaleikamót um síðustu helgi

Það var nóg um að vera hjá hnefaleikafólki um liðna helgi en þá fóru fram tvö mót. Á föstudagskvöldið hélt Hnefaleikafélag Reykjaness Boxkvöld í gömlu sundlauginni í Keflavík. Í keppninni voru sex æsispennandi bardagar á dagskrá og þar á meðal tveir sem voru að keppa fyrir hönd Reykjanesbæjar.

Stancho Elenkov keppti fyrir hönd HFR gegn Dawid Sienda frá ÆSIR. Stancho keppti í þyngdarflokk fyrir ofan sig en eftir spennandi bardaga fór 2:1 Stancho í óhag. Hann var þó fljótur að ná sér en hann keppti aftur á laugardeginum við annan keppanda frá ÆSIR og átti þar afgerandi 3:0 sigur. Aftur var andstæðungurinn í þyngdarflokk fyrir ofan Stancho.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Lokabardaga kvöldsins átti Þorsteinn Róbertsson frá HFR, mikill íþróttamaður þar á ferð. Þorsteinn fór á móti Wojtek frá Hnefaleikafélagi Kópavogs. Eftir þrjár umfangsmiklar lotur, stöðuga pressu og fjöldan allan af höggum hlaut heimamaðurinn Þorsteinn afgerandi sigur. Áhorfendur hreinlega ærðust í þessum æsispennandi bardaga og voru báðir kappar lofaðir fyrir sína frammistöðu.

Á laugardeginum var haldið mót af Hnefaleikanefnd Íslands þar sem þrír drengir frá HFR kepptu. Það voru Stancho Elenkov, Björgvin Bjarki Arnlaugsson og Adrian Czaplinski. Björgvin hlaut ósigur en mikið lof fyrir tæknilega frammistöðu í viðureign sinni. Adrian og Stancho sigruðu sínar viðureignir báðir. Stancho með 3:0 sigri en Adrian með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu.