Flottur árangur fimleikafólks
Þrepamót í áhaldafimleikum í 1., 2. og 3. þrepi fór fram hjá fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði helgina 28.–29. janúar og Þrepamót 2 var haldið þann 4. febrúar hjá fimleikadeild Gerplu í Kópavogi þar sem keppt var í 4. þrepi og 5. þrepi kvenna og karla.
Fimleikadeild Keflavíkur átti þar glæsilegan hóp af krökkum sem öll stóðu sig virkilega vel á sínu fyrsta þrepamóti á árinu. Keppendur sýndu glæsilega frammistöðu og náðu góðum árangri.