Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Flottur árangur á Íslandsmóti í þrepum
Mynd og frétt af Keflavík.is
Miðvikudagur 9. apríl 2014 kl. 08:28

Flottur árangur á Íslandsmóti í þrepum

Um nýliðna helgi sendi Fimleikadeild Keflavíkur unga iðkendur á Íslandsmót í þrepum á Akureyri. Keflvíkingar áttu í fyrsta skipti tvo drengi sem unnu sér inn þátttökurétt á Íslandsmóti og voru þeir félaginu til mikils sóma. Hér að neðan má sjá árangur nokkra Keflvíkinga en allir stóðu þeir sig með prýði.

Laufey Ingadóttir keppti í 3. þrepi, 11 ára og hafnaði hún í 1.sæti í stökki, 1.sæti á slá, 3.sæti á golfi og í 2.sæti í samanlögðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hanna María Sigurðardóttir keppti í 3. þrepi 12 ára og hafnaði hún í 1.sæti í stökki, 3.sæti á tvíslá og 3.sæti á jafnvægisslá.

Hildur Björk Hafþórsdóttir keppti í 5. þrepi 11 ára og hafnaði hún í 1.sæti á slá, 2.sæti á golfi og 3.sæti í samanlögðu.

Alexíus Anton Ólason keppti í 5. þrepi 10 ára og hafnaði hann í 2.sæti á golfi.
Samúel Skjöldur Ingibjargarson keppti í 5. þrepi 11 ára og hafnaði hann í 1.sæti á tvíslá.