Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Flottur árangur á Heimsmeistaramóti í CrossFit
Mynd frá Daníel Þórðarsyni frá CrossFit leikunum í LA
Þriðjudagur 30. júlí 2013 kl. 08:23

Flottur árangur á Heimsmeistaramóti í CrossFit

Tveir Suðurnesjamenn tóku þátt

Um helgina fór fram Heimsmeistaramótið í CrossFit í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þar áttu Suðurnesjamenn sína fulltrúa í liðakeppninni en þau Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir og Daníel Þórðarson eru meðlimir í Team Thor þar sem Sigurlaug keppir en Daníel þjálfar. 

Lið þeirra Sigurlaugar og Daníels náði flottum árangri og endaði Team Thor í 17. sæti af 43 liðum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurlaug segir að liðið hafi gefið allt í mótið, blóð, svita og tár. Hún segist hrikalega sátt með 17. sætið en hitt íslenska liðið sem tók þátt hafnaði í 19. sæti.