Flottir fimleikastrákarnir í Keflavík
– Sjónvarp Víkurfrétta heimsótti strákana í fimleikadeild Keflavíkur
Það eru flottir ungir herramenn sem stunda fimleika af kappi hjá Fimleikadeild Keflavíkur. Þeir gerðu sér lítið fyrir á dögunum og nældu sér í bikarmeistaratilil í fimleikum.
Sjónvarp Víkurfrétta tók hús á þeim og þjálfaranum þeirra í fimleikahúsinu í Reykjanesbæ sem alltaf er kennt við íþróttaakademíuna.