Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Flott nágrannarimma á kantinum ef Grindavík klárar Þór
Mánudagur 31. mars 2014 kl. 12:25

Flott nágrannarimma á kantinum ef Grindavík klárar Þór

Þurfa að klára Þórsara fyrst

Grindvíkingar fara til Þorlákshafnar í kvöld þar sem þeir freista þess að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Domino's deildar karla í körfubolta. Strákarnir frá Grindavík leiða einvígið gegn Þórsurum 2-1 og aðeins vantar einn sigur upp á að liðið komist áfram í undanúrslit. Þar bíða Njarðvíkingar sem lögðu Hauka af velli 3-0 í þó jöfnu einvígi. Takist Grindvíkingum að klára dæmið í kvöld þá verður boðið upp á Suðurnesjaslag af bestu gerð í undanúrslitunum.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni leika KR-ingar og Stjörnumenn en Garðbæingar slógu Keflvíkinga nokkuð óvænt úr keppni á dögunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024