Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Flott lokahóf Þróttar
Þeir sem fengu viðurkenningar á lokahófi Þróttar.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 21. september 2023 kl. 11:04

Flott lokahóf Þróttar

Lokahóf Þróttar fór fram í Marteinssal í Vogabæjarhöllinni um síðustu helgi en Þróttur hafnaði í fjórða sæti 2. deildar karla í knattspyrnu í sumar.

Það er alltaf létt í Vogamönnum og stutt í grínið eins og sést kannski á „óhefðbundnum“ viðurkenningum sem voru veittar á lokahófinu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftirtaldir aðilar fengu viðurkenningu. 
100 leikir: Dagur Guðjónsson. 
Magga ársins: Rúnar Gissurarson.
Besti félagi: Stefán Jón Friðriksson. 
Þróttari ársins: Anton Freyr Hauks Guðlaugsson. 
Gunni ársins: Stefán Jón Friðriksson. 
Mestu framfarir: Jón Kristinn Ingason. 
Markakóngur ársins: Adam Árni Róbertsson. 
Leikmaður ársins: Ólafur Örn Eyjólfsson.

Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður ársins hjá Þrótti.
Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, afhendir Antoni Frey Hauks Guðlaugssyni viðurkenningu sem Þróttari ársins. Milli þeirra er Andri Steinn Birgisson sem stýrði Þrótti í siðustu þremur leikjunum í fjarveru Brynjars Gestssonar sem fór í leyfi.
Margrét Ársælsdóttir, sjúkraþjálfari liðsins, valdi markvörðinn Rúnar Gizzurarson sem „Möggu ársins“. Það er viðurkenning sem fellur í skaut þess sem er skemmtilegastur á sjúkrabekknum en Rúnar lenti í brjósklosi á tímabilinu og átti ekki að geta spilað með Þrótti út tímabilið en öllum á óvörum lék hann síðustu tvo leikina.
„Gunni ársins“ er Stefán Jón Friðriksson en það er prímusmótor þeirra Þróttara, Gunnar Helgason, sem velur handhafa þeirrar viðurkenningar. Viðurkenningin „Gunni ársins“ er veitt fyrir ósérhlýfni, vinnusemi, dugnað og baráttu og Gunnar sagði að Stefán væri vel að þeirri viðurkenningu kominn. „Hann kom við sögu í öllum leikjum Þróttar á tímabilinu, mætti á allar æfingar og var alltaf mættur tímanlega, safnaði engum óþarfa spjöldum og gerði sér aldrei upp meiðsli,“ sagði Gunnar við tilefnið.