Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar fimmtudaginn 21. september 2023 kl. 11:04
Flott lokahóf Þróttar
Lokahóf Þróttar fór fram í Marteinssal í Vogabæjarhöllinni um síðustu helgi en Þróttur hafnaði í fjórða sæti 2. deildar karla í knattspyrnu í sumar.
Það er alltaf létt í Vogamönnum og stutt í grínið eins og sést kannski á „óhefðbundnum“ viðurkenningum sem voru veittar á lokahófinu.
Eftirtaldir aðilar fengu viðurkenningu. 100 leikir: Dagur Guðjónsson. Magga ársins: Rúnar Gissurarson. Besti félagi: Stefán Jón Friðriksson. Þróttari ársins: Anton Freyr Hauks Guðlaugsson. Gunni ársins: Stefán Jón Friðriksson. Mestu framfarir: Jón Kristinn Ingason. Markakóngur ársins: Adam Árni Róbertsson. Leikmaður ársins: Ólafur Örn Eyjólfsson.