Fleiri Íslandsmeistaratitlar hjá Grindavík
Grindvíkingar urðu Íslandsmeistarar í 11. flokki karla eftir 63-68 sigur á KR í DHL Höllinni. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Ákefð og baráttan Grindvíkinga í fjórða leikhluta skilaði þeim titlinum og að endingu var Jón Axel Guðmundsson valinn besti maður leiksins en hann gerði 28 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Grindavíkur.
Ítarlegri umfjöllun um leikinn má sjá á karfan.is