Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Flautuþristur tryggði Njarðvík sigur
Lavinia Joao Gomes Da Silva er komin á fullt aftur með Njarðvík eftir axlarmeiðsli, hér tekur hún eitt af ellefu fráköstum sínum fyrir Njarðvík í gær. Myndir/Eyþór Sæmundsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 13. mars 2023 kl. 11:58

Flautuþristur tryggði Njarðvík sigur

Það ætlaði allt að keyra um koll í Ljónagryfjunnni í gærkvöld þegar nágrannarnir í Njarðvík og Keflavík áttust við í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Þrátt fyrir að Keflavík hafi haft yfirhöndina lengst af þá var það Raquel Laneiro sem reyndist hetja kvöldsins þegar hún tryggði Njarðvíkingum eins stigs sigur (75:74) með þriggja stiga körfu á lokasekúndu leiksins. Lokakörfuna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Birna Valgerður Benónýsdóttir náði sér ekki á strik í gær og skoraði aðeins tvö stig fyrir Keflavík. Örlagadísin Raquel Laneiro (nr. 5) horfið álengdar með Birnu taka skot. 

Njarðvík - Keflavík 75:74

(16:15, 17:22, 19:22, 23:15)

Það voru gestirnir úr Keflavík sem byrjuðu betur og komust í 11:3 um miðjan fyrsta leikhluta en Njarðvík vann það upp og leiddi með einu stigi þegar annar leikhluti hófst. Þar höfðu gestirnir betur og fóru inn í hálfleikinn með fjögur stig í farteskinu (33:37).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn sveiflaðist fram og aftur og Njarðvík náði að jafna í 41:41 í þriðja leikhluta en Keflvíkingar virtust hins vegar ætla að sigla sigri því þær voru komnar með níu stiga forystu (61:70) þegar fjórði leikhluti var hálfnaður.

Ljónynjurnar í Njarðvík settu þá í fluggírinn, stoppuðu sókn Keflavíkur og tóku að raða niður körfum. Staðan breyttist úr 61:70 í 72:73 en aðeins einn þristur frá Agnesi Maríu Svansdóttur hélt Keflavík inni í leiknum.

Á síðustu fimmtán sekúndunum fékk Karina Denislavova Konstantinova gullið tækifæri til að gera út um leikinn þegar hún fékk fjögur vítaköst en hún misnotaði þrjú þeirra og Njarðvík brunaði í sóknina, Aliyah Collier sendi á Raquel Laneiro sem var ein og óvölduð utan við þriggja stiga línuna, hún smellti þristinum niður og tryggði Njarðvík sætan eins stigs sigur.

Njarðvík: Raquel De Lima Viegas Laneiro 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Aliyah A'taeya Collier 16/16 fráköst/8 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 13/11 fráköst, Lavinia Joao Gomes Da Silva 12/11 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Dzana Crnac 0.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 25/11 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 19, Agnes María Svansdóttir 14, Karina Denislavova Konstantinova 8/11 fráköst/8 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 2, Ólöf Rún Óladóttir 2, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Anna Lára Vignisdóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0.

Myndskeiðið er af Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.