Fjórir Suðurnesjamenn í landsliðinu
Í 14 manna hópi karlalandsliðins í körfubolta eru fjórir Suðurnesjamenn að þessu sinni. Liðið er á leið til Lúxemborg þar sem leiknir verða tveir æfingaleikir. Framundan eru svo undankeppni Evrópukeppninar. Grindvíkingarnir Ólafur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson eru í liðinu ásamt Njarðvíkingunum Elvari Má Friðrikssyni og Loga Gunnarssyni.
Æfingar A-landsliðs karla hafa staðið yfir frá 15. júlí og skipa nú 14 leikmenn æfingahópinn sem munu skipa landsliðið í undankeppni Evrópukeppninnar, EuroBasket 2015. 12 af þessum 14 leikmönnum munu halda til Lúxemborgar á morgun, miðvikudag, og leika tvo vináttulandsleiki gegn heimamönnum í undirbúningnum fyrir undankeppnina.
30 leikmenn voru boðaðir til æfinga í upphafi og var ljóst þegar nær dró fyrstu æfingum að margir leikmenn gáfu ekki kost á sér og/eða voru meiddir. Þjálfarar landsliðsins boðuðu Sigurð Þorvaldsson, Snæfelli, inn í æfingahópinn frá þeim upprunalega sem gefinn var út. Eftir niðurskurð á leikmannahópi niður í 14 leikmenn skipa eftirtaldir leikmenn hópinn:
Lið Íslands gegn Lúxemborg verður þannig skipað:
Axel Kárason – Værlöse, Danmörk · Framherji · f. 1983 - 192 · 28 landsleikir
Elvar Már Friðriksson – Njarðvík · Bakvörður · f. 1994 · 182 cm · 4 landsleikir
Haukur Helgi Pálsson – Breogan, Spánn · Framherji · f. 1992 · 198 cm · 23 landsleikir
Hlynur Bæringsson – Sundsvall Dragons, Svíþjóð · Miðherji · 1982 · 200 cm · 73 landsleikir
Hörður Axel Vilhjálmsson – Valladolid, Spánn · Bakvörður · f. 1988 · 190 cm · 29 landsleikir
Logi Gunnarsson – Njarðvík · Bakvörður f. 1981 · 192 cm · 99 landsleikir
Martin Hermannsson – KR · Bakvörður · f. 1994 · 190 cm · 13 landsleikir
Ólafur Ólafsson - Grindavík · Framherji · f. 1990 · 194 cm · 6 landsleikir
Pavel Ermolinskij – KR · Bakvörður · f. 1987 · 202 cm · 38 landsleikir
Ragnar Ágúst Nathanaelson – Þór Þorlákshöfn · Miðherji · f. 1991 · 218 cm · 13 landsleikir
Sigurður Ágúst Þorvaldsson - Snæfell · Framherji · f. 1980 · 202 cm · 47 landsleikir
Sigurður Gunnar Þorsteinsson - Grindavík · Miðherji · f. 1988 · 204 cm · 38 landsleikir
Jón Arnór Stefánsson - CAI Zaragoza, Spánn · Bakvörður · f. 1982 · 196 cm · 70 landsleikir
Helgi Már Magnússon – KR · Framherji · f. 1992 · 192 cm · 77 landsleikir
(Jón Arnór og Helgi Már munu hvíla heima og mæta til æfinga við heimkomu liðsins)