Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Fjórir sigrar í röð hjá Grindavík
Miðvikudagur 14. janúar 2015 kl. 21:33

Fjórir sigrar í röð hjá Grindavík

Sigruðu botnlið Blika á heimavelli

Grindvíkingar unnu sigur á botnliði Breiðabliks, 83-78, þegar liðin áttust við í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Kristina King, nýr leikmaður liðsins, skoraði 20 stig og tók 9 fráköst í frumraun sinni með liðinu. María Ben Erlingsdóttir skoraði sömuleiðis 20 stig í þessum fjóðar sigurleik Grindavíkur í röð. Liðið er nú fjórða sæti, aðeins tveimur stigum frá Haukum.

Grindavík-Breiðablik 83-78

Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 20/4 fráköst, Kristina King 20/9 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Petrúnella Skúladóttir 18/7 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 5/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 4, Berglind Anna Magnúsdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0.
 

Bílakjarninn
Bílakjarninn