Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórir sigrar í röð hjá Grindavík
Miðvikudagur 14. janúar 2015 kl. 21:33

Fjórir sigrar í röð hjá Grindavík

Sigruðu botnlið Blika á heimavelli

Grindvíkingar unnu sigur á botnliði Breiðabliks, 83-78, þegar liðin áttust við í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Kristina King, nýr leikmaður liðsins, skoraði 20 stig og tók 9 fráköst í frumraun sinni með liðinu. María Ben Erlingsdóttir skoraði sömuleiðis 20 stig í þessum fjóðar sigurleik Grindavíkur í röð. Liðið er nú fjórða sæti, aðeins tveimur stigum frá Haukum.

Grindavík-Breiðablik 83-78

Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 20/4 fráköst, Kristina King 20/9 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Petrúnella Skúladóttir 18/7 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 5/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 4, Berglind Anna Magnúsdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024