Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórir Maltbikarar til Suðurnesja
VF mynd: Hildur Björk
Mánudagur 15. janúar 2018 kl. 11:22

Fjórir Maltbikarar til Suðurnesja

Sannkölluð bikarstemning var í Laugardalshöllinni um helgina en leikið var frá föstudegi til sunnudags. Fjórir Maltbikarar komu til Suðurnesja en ásamt því að meistaraflokkur kvenna í Keflavík landaði titlinum, í fimmtánda sinn, urðu þrjú önnur kvennalið Maltbikarmeistarar í sínum flokkum.

Keflavík er Maltbikarmeistari í stúlknaflokki kvenna en liðið mætti KR í úrslitaleiknum. Keflavík sigraði leikinn með átján stiga mun og voru lokatölur leiksins 77-59. Birna Valgerður Benónýsdóttir var valin besti leikmaður leiksins en hún var með 18 stig, tók 10 fráköst, gaf 3 stoðsendingar, stal 4 boltum og var með eitt varið skot. Þess má einnig geta að hún tapaði engum bolta í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stúlknaflokkur Keflavíkur

Grindavík varð Maltbikarmeistari í 9. flokki stúlkna eftir sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík. Grindavík náði forskoti í upphafi leiks en liðið hélt því stóran hluta af leiknum, Njarðvík setti í fimmta gír í fjórða leikhluta og náði að minnka muninn niður í tvö stig þegar skammt var til leiksloka. Grindavík reyndist vera sterkari aðilinn á lokasprettinum og sigaði liðið með þremur stigum og urðu lokatölur leiksins 50-47. Elísabeth Ýr Ægisdóttir var valin besti leikmaður leiksins en hún var með 11 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 varin skot.

9. flokkur Grindavíkur

Grindavík varð einnig Maltbikarmeistari í 10. flokki stúlkna eftir nágrannaslag við Keflavík. Leikurinn var jafn framan af, Grindavík var yfir allan tímann en Keflavík var aldrei langt undan. Lokatölur leiksins urðu 44-57 fyrir Grindavík. Anna Margrét Lucic Jónsdóttir var besti leikmaður leiksins en hún skoraði 20 stig fyrir Grindavík.

10. flokkur Grindavíkur

Myndir kki.is