Fjórir leikir í Intersport-deildinni í kvöld
Fjórir leikir fara fram 13. umferð í Intersport-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Á Ásvöllum taka heimamenn í Haukum á móti Njarðvík en gestirnir hafa harma að hefna enda ekki gengið vel á móti Haukum á tímabilinu. Keflvíkingar fara norður á Sauðárkrók og leika þar við Tindastól og í Seljarskóla taka ÍR-ingar á móti Grindvíkingum, efsta liðinu í deildinni.Þá taka Valsmenn á móti KR-ingum að Hlíðarenda.
Allir leikir umferðarinnar hefjast kl. 19:15 og munu úrslit leikjanna birtast á vf.is um leið og leikirnir klárast.
Allir leikir umferðarinnar hefjast kl. 19:15 og munu úrslit leikjanna birtast á vf.is um leið og leikirnir klárast.