Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórir landsliðsmenn úr röðum UMFN til Skotlands
Mynd frá vinstri Ægir Már, Bjarni Darri, Halldór, Catarina.
Mánudagur 8. júní 2015 kl. 09:06

Fjórir landsliðsmenn úr röðum UMFN til Skotlands

Glímusamband Íslands hefur sett saman landsliðshóp sinn þetta árið. Hópurinn tekur þátt í æfingabúðum með Skoska og Enska landsliðsópnum í Backhold og Gouren og að lokum er keppt á Hálandaleikum sem fara fram í Bridge of Allan.  Í fyrra átti Njarðvík 2 þáttakendur. Það voru þeir Guðmundur Stefán Gunnarsson sem varð þriðji í opnum flokki fullorðina og Bjarni Darri Sigfússon sem sigraði opinn flokk unglinga og var valinn glímumaður mótsins.  Í ár voru fjórir Njarðvíkingar valdir í 11 manna landsliðshóp.  Það voru þau Bjarni Darri Sigfússon, Ægir Már Baldvinsson, Halldór Ingvarsson og Catarina Chainho Costa. 

Halldór og Catarina eru að taka þátt í sínu fyrsta landsliðsverkefni eftir gríðalea gott gengi á árinu en Bjarni Darri og Ægir Már eru nokkuð reyndir ef svo má segja.  Bjarni er einnig unglingalandsliðsmaður í Judo og Ægir í Taekwondo. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024