Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 6. maí 1999 kl. 12:50

FJÓRIR KEFLVÍKINGAR Í KVENNALANDSLIÐINU

Kvennalandsliðið í körfuknattleik er einnig á leið á alþjóðlegt mót í Luxembourg og hefur Óskar Kristjánsson, landsliðsþjálfari, valin 12 stúlkur til fararinnar. Liðið skipa: Guðbjörg Norfjörð, Linda Stefánsdóttir, Helga Þorvaldsdóttir og Kristín Jónsdóttir KR-ingar. Keflvíkingarnir eru fjórir, Anna María Sveinsdóttir, Kristín Blöndal, Birna Valgarðsdóttir og Marín Sigurðardóttir. Aðrir leikmenn eru Alda Leif Jónsdóttir og Signý Hermannsdóttir frá Stúdínum og Gréta M. Grétarsdóttir og Hildur Sigurðardóttir úr ÍR. Aðstoðarþjálfari liðsins er tilvonandi þjálfari meistaraflokks KR, Ingi Þór Steinþórsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024