Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórir fræknir sundmenn til Andorra
Fimmtudagur 24. mars 2005 kl. 17:43

Fjórir fræknir sundmenn til Andorra

Nú er ljóst hvaða sundmenn keppa á Smáþjóðaleikunum í Andorra nú í byrjun júní. Þar eigum við Suðurnesjamenn fjóra fulltrúa. Birkir Már Jónsson, Hilmar Pétur Sigurðsson, Helenu Ósk Ívarsdóttur og Erlu Dögg Haraldsdóttur sundmenn úr ÍRB. Það að taka þátt í Smáþjóðaleikum er stór stund í lífi íþróttamanns og eru stjórnarmenn og þjálfararar ÍRB fullir af stolti og gleði fyrir þeirra hönd. Liklegt verður að teljast að þessir sundmenn komi til með að verða í fremstu röð á leikunum.

SSÍ sendir tvo keppendur í hverja grein og verður það kynnt nánar síðar hvaða
greinar hver syndir.  Valið tók mið af árangri á Íslandsmótinu um nýliðna helgi.

VF-Mynd: Birkir Már og Helena Ósk

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024