Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórir frá Massa á EM öldunga
Kristleifur, þjálfari, ásamt hluta Massagengisins; Elsa, Hörður og Benedikt. Mynd/Massi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 12. febrúar 2024 kl. 14:15

Fjórir frá Massa á EM öldunga

Ellefu Íslendingar keppa á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum

Evrópumeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 12.–18. febrúar en að þessu sinni er mótið haldið í Malaga á Spáni.

Kraftlyftingasamband Íslands teflir fram mjög stórum hópi og hvorki meira né minna en ellefu keppendur munu stíga á pall og keppa fyrir Íslands hönd. Massi á fjóra keppendur af þessum stórgóða hóp og hér er dagskráin þeirra:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mánudagur 12. febrúar klukkan 18:00 mun Elsa Pálsdóttir stíga á pall. Hún keppir í -76 kg flokki M3.

Þriðjudagur 13. febrúar klukkan 08.00 mun Hörður Birkisson stíga á pall. Hann keppir í -74 kg flokki M3.

Fimmtudagur 15. febrúar klukkan 12.30 mun Sturla Ólafsson stíga á pall. Hann keppir í -105 kg flokki M2.

Laugardagur 17. febrúar klukkan 08:00 Benedikt Björnsson stíga á pall. Hann keppir í -93 kg flokki M1.

Í fylgd með keppendum verða Kristleifur Andrésson, yfirþjálfari, og honum til aðstoðar verða Þórunn Brynja Jónasdóttir og Hinrik Pálsson.


Smellið hér til að sjá beint streymi á keppnina.