Fjórir frá ÍRB á NMU
Fjórir sundmenn frá ÍRB munu keppa á Norðurlandameistaramóti unglinga dagana 1. og 2. desember næstkomandi. Sundmennirnir eru þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Elfa Ingvadóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir og Soffía Klemenzdóttir. Bjarney Snævarsdóttir fer með sem fararstjóri og Steindór Gunnarsson fer sem aðstoðarþjálfari hópsins.