Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórhjólaferðir, torfæra og Rallý
Mánudagur 23. nóvember 2009 kl. 08:33

Fjórhjólaferðir, torfæra og Rallý

- 2010 verður frábært ár!

Akstursíþróttafélag Suðurnesja (AÍFS) er hagsmunafélag um hvers kyns akstursíþróttir en félagið var stofnað árið 1982 og hefur staðið fyrir ótal rallýkeppnum , torfærukeppnum, rallýkrossi og gókartkeppnum síðan þá.


Félagar í AÍFS hittust nýverið og héldu aðalfund félagsins í K-húsinu við Hringbraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Starfsemi félagsins hefur verið í rólegri kantinum undanfarin ár en ný stjórn var kjörin á fundinum og var ákveðið að rífa starfið upp á hærra plan, en nýja stjórnin fékk það hlutverk að stofna til félagsstarfs í sem flestum tegundum akstursíþrótta á suðurnesjum undir merkjum AÍFS


Formaður var kjörinn Henning Ólafsson og honum til hjálpar voru kjörnir í stjórn Árni Gunnlaugsson, Guðbergur Reynisson, Kristján Gunnarsson, Gylfi Hauksson, Páll Antonsson, Halldór Ómarsson og Gunnar Garðarsson


Ákveðið var að stofna nefndir um helstu tegundir akstursíþrótta s.s Torfæru og jeppamennsku en stefnan er að halda torfærukeppni næsta sumar á suðurnesjum og jafnvel efna til snjótorfæru í vetur þar sem venjulegir jeppaeigendur myndu takast á .


Einnig skyldi stofnuð rallý , kappaksturs og ökuleiknisnefnd en AÍFS heldur Suðurnesja rall í enda Maí 2010 og hugmyndir eru um að halda Gokart og kvartmílu eða götuspyrnu ef áhugi er fyrir, einnig mun AÍFS standa fyrir ökuleikniskeppni en þetta mun allt auglýst síðar.


Síðast en ekki síst var ákveðið að stofna til fjórhjólanefndar innan vébanda AÍFS og efna til keppna og ferða um landið á fjórhjólum,stefnan er að farin verði fjórhjóla ferð fljótlega í desember og verða þá allir fjórhjólaeigendur á suðurnesjum boðnir velkomnir og verður þá brýnt fyrir ferðamönnum að utanvegakstur er ekki leyfilegur en stjórn AÍFS eru mjög á móti utanvegaakstri og vill í samvinnu við hlutaðeigandi reyna að stöðva óþarfa skemmdir á landinu okkar.


Þeim sem hafa áhuga á starfi félagsins er bent á facebook síðu félagsins eða heimasíðu félagsins www.aifs.is en þar er hægt að skrá sig í félagið og fylgjast með starfinu sem er að þróast dag frá degi.
Einnig geta áhugasamir sent email á [email protected] ef einhverjar spurningar vakna.


Ákveðið var einnig að halda reglulega félagsfundi og mun fyrsti opni félagsfundurinn verða haldinn 2. des og verður staðsetning auglýst síðar en vegna mikillar fjölgunar í félaginu dag frá degi þarf að finna sal sem rúmar alla félagsmenn.