Fjórði tapleikurinn í röð
Víðismenn töpuðu í gærkvöldi á heimavelli 0-4 gegn toppliði Leiknis í 2. deild karla í knattspyrnu. Þetta var fjórði tapleikur Víðis í röð og verma Garðbúar nú áttunda sæti 2. deildar með 11 stig.
Í leiknum voru dæmdar tvær vítaspyrnur á Víði sem gáfu Leikni mark Þrátt fyrir óhagstæð úrslit átti Ingvi Þór Hákonarson stórleik í marki Víðismanna og bjargaði þeim frá stærri ósigri. Mikil barátta var í Víðismönnum en illa gekk að finna netmöskva Leiknismanna og 0-4 tap á heimavelli súrt epli fyrir heimamenn að bíta í.
VF-mynd/ úr safni