Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórði tapleikur Njarðvíkinga í röð
Úr leik Njarðvíkinga og KF um síðustu helgi. Mynd af vef UMFN.
Þriðjudagur 12. júlí 2016 kl. 06:00

Fjórði tapleikur Njarðvíkinga í röð

1-0 fyrir KF

Njarðvíkingar töpuðu fyrir KF á Ólafsfjarðarvelli á laugardag með einu marki gegn engu í 2. deild karla. Þetta var fjórði tapleikur Njarðvíkinga í röð en fyrsti sigur Norðanmanna í sumar. Heimamenn náðu forystunni á 15. mínútu þegar Njarðvíkingar skoruðu sjálfsmark. Á 39. mínútu fékk leikmaður KF rauða spjaldið fyrir að slá leikmann Njarðvíkur.

Á vef UMFN segir að seinni hálfleikur hafi verið nánast ein sóknarlota Njarðvíkinga og því rólegt hjá markverði þeirra. Nánar má lesa um leikinn á vef UMFN.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Næsti leikur Njarðvíkinga í 2. deild verður á heimavelli næsta laugardag og þá gegn Vestra.