Fjórði flokkur Keflavíkurstúlkna náði ekki að tryggja sér úrslitasæti
Stelpurnar í 4. flokki kvenna í Keflavík léku í gær síðustu leiki sína í riðlakeppni Íslandsmótsins bæði í A- og B-liðum er þær mættu liði Selfoss á heimavelli þeirra síðastnefndu. A-liðið tapaði 2-1 en B-liðið sigraði örugglega 1-6 og tryggðu sér um leið sæti í úrslitakeppninni.
Í leik A-liða hefði jafntefli nægt Keflavíkurstúlkum til að komast í úrslitakeppni á Íslandsmótinu en allan vilja og baráttu vantaði í liðið til þess að klára dæmið. Hafa stelpurnar spilað mikið betur í sumar en þær gerðu í þessum leik. Töpuðu þær leikinum 2-1 en mark Keflavíkur skoraði Karen Sævarsdóttir. Þessi úrslit þíða nánast að liðið kemst ekki í úrslitakeppnina eins og stefnt var að. Í riðlinum hlaut liðið 21 stig sem er þó frábær árangur.
Í leik B-liða kom ekkert annað en sigur til greina og sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins tryggt. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en um miðjan hálfleikinn kom fyrst markið og virtist þetta mark létta nokkuð um spennuna hjá stelpunum, leiddu þær í hálfleik 2-1. Í þeim seinni sýndu þær góða og mikla baráttu og ætluðu sér að sigra stórt sem og varð raunin því lokatölur urðu 6-1 Keflavík í vil .Með þessum góða sigri tryggðu þær sér sæti í úrslit með 16 stig jafn mörg stig og Stjarnan en með mun betri markatölu.
B-lið : Selfoss - Keflavík = 1-6
Ingibjörg Björnsdóttir 2
Hildur Pálsdóttir 2
Rebekka Gísladóttir 1
Katrín Helga Steinþórsdóttir 1
Í leik A-liða hefði jafntefli nægt Keflavíkurstúlkum til að komast í úrslitakeppni á Íslandsmótinu en allan vilja og baráttu vantaði í liðið til þess að klára dæmið. Hafa stelpurnar spilað mikið betur í sumar en þær gerðu í þessum leik. Töpuðu þær leikinum 2-1 en mark Keflavíkur skoraði Karen Sævarsdóttir. Þessi úrslit þíða nánast að liðið kemst ekki í úrslitakeppnina eins og stefnt var að. Í riðlinum hlaut liðið 21 stig sem er þó frábær árangur.
Í leik B-liða kom ekkert annað en sigur til greina og sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins tryggt. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en um miðjan hálfleikinn kom fyrst markið og virtist þetta mark létta nokkuð um spennuna hjá stelpunum, leiddu þær í hálfleik 2-1. Í þeim seinni sýndu þær góða og mikla baráttu og ætluðu sér að sigra stórt sem og varð raunin því lokatölur urðu 6-1 Keflavík í vil .Með þessum góða sigri tryggðu þær sér sæti í úrslit með 16 stig jafn mörg stig og Stjarnan en með mun betri markatölu.
B-lið : Selfoss - Keflavík = 1-6
Ingibjörg Björnsdóttir 2
Hildur Pálsdóttir 2
Rebekka Gísladóttir 1
Katrín Helga Steinþórsdóttir 1