Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórða tap Keflavíkur
Magnús Þórir Matthíasson fékk að líta rauða spjaldið gegn Fram í kvöld. VF-myndir/ÓlafurAndri
Mánudagur 10. júní 2013 kl. 21:57

Fjórða tap Keflavíkur

töpuðu 1-2 fyrir Fram á Nettó vellinum. Misstu mann útaf með rautt spjald í þriðja skipti í sumar.

Keflvíkingar máttu þola fjórða tapið í sex leikjum í Pepsi-deildinni í knattspyrnu þegar þeir töpuðu gegn Fram á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld. Lokatölur 1:2 fyrir gestina.

Keflvíkingar voru miklu betri í fyrri hálfleik og áttu þá nokkur dauðafæri, m.a. sláarskot frá fyrirliðanum Haraldi Frey Guðmundssyni en inn vildi boltinn ekki. Á 41. mínútu urðu Keflvíkingar fyrir áfalli þegar Magnús Þórir Matthíasson sem hafði átt mjög góðan leik fékk að líta rauða spjaldið fyrir að hrinda varnarmanni Fram. Tveimur mínútum fengu heimamenn mark í andlitið, algerlega gegn gangi leiksins þegar Hólmbert Friðjónsson skoraði fyrir Safamýrarliðið úr Reykjavík. Þess má geta að afi og nafni hans Hólmbert Friðjónsson þjálfaði Keflavík þegar liðið varð Íslandsmeistari 1969.
Steven Lennon skoraði annað mark Fram í upphafi seinni hálfleiks en afmælisbarn dagsins, Sigurbergur Elísson minnkaði muninn fyrir Keflavík þegar hann skoraði laglegt mark á 67. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki á Nettó vellinum.

Það vakti athygli að auk rauða spjaldsins sem Magnús Þórir fékk fengu fimm aðrir leikmenn Keflavíkur gula spjaldið en enginn Framari.

Næsti leikur Keflavíkur verður í Garðabænum gegn Stjörnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frans Elvarsson átti ágætan leik með Keflavík í kvöld. Zoran var ekki glaður í bragði eftir leikinn í kvöld.