Fjórar Suðurnesjastúlkur í unglingalandsliðinu
Fjórar stúlkur af Suðurnesjum hafa verið valdar í unglingalandsliðið í körfuknattleik sem mun leika fyrir Íslands hönd á Promotion-Cup á Möltu í júlí. Þetta eru þær Andrea Dögg Færseth og María Ben Erlingsdóttir úr Keflavík og Elva Rut Sigmundsdóttir og Gígja Eyjólfsdóttir úr Grindavík. Liðið mun leika við Gíbraltar, Skotland, Möltu, Lúxemborg og Andorra á mótinu.