Fjórar Suðurnesjastúlkur í U-18
12 manna lið U-18 ára unglingalandsliðs kvenna sem taka mun þátt í Norðurlandamótinu í Stokkhólmi í byrjun maí hefur verið valið og eru fjórar stúlkur frá Suðurnesjum. Keflvíkingar eiga þrjár stúlkur, Bára Bragadóttir Keflavík 172cm Bakvörður, Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík 180cm Framherji og María Ben Erlingsdóttir Keflavík 184cm Miðherji. Þá eiga Grindvíkingar einn fulltrúa, hana Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir UMFN 176cm Bakvörð.
VF-Mynd/Bjarni: Bryndís Guðmundsdóttir í leik með Keflvíkingum, hún spilar með U-18 í Norðurlandamótinu