Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Fjórar frá Suðurnesjum í U20 ára landsliðinu
Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur er í hópnum
Mánudagur 18. júní 2018 kl. 10:01

Fjórar frá Suðurnesjum í U20 ára landsliðinu

Björk Gunnarsdóttir, Njarðvík, Hulda Bergsteinsdóttir, Njarðvík, Katla Rún Garðarsdóttir, Keflavík og Thelma Dís Ágústdóttir, Keflavík hafa verið valdar í lokahóp U20 ára landsliðs kvenna í körfu sem mun leika á Evrópumóti U20 sem fram fer í Rúmeníu dagana 7.-15. júlí.

Liðið leikur í B-riðli með Hvíta Rússlandi, Danmörku, Tyrklandi, Búlgaríu og Tékklandi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Liðið í heild sinni:
Anna Lóa Óskarsdóttir Haukar
Anna Soffía Lárusdóttir Snæfell
Björk Gunnarsdóttir Njarðvík
Bríet Lilja Sigurðardóttir Skallagrímur
Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur
Hulda Bergsteinsdóttir Njarðvík
Katla Rún Garðarsdóttir Keflavík
Kristín Rós Sigurðardóttir Breiðablik
Magdalena Gísladóttir Haukar
Ragnheiður Björk Einarsdóttir Haukar
Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir Haukar

Þjálfari: Finnur Jónsson
Aðstoðarþjálfari: Hörður Unnsteinsson