Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fjör í rigningarbolta Norður- og Suðurbæjar á Sandgerðisdögum - myndir
Þriðjudagur 29. ágúst 2017 kl. 06:00

Fjör í rigningarbolta Norður- og Suðurbæjar á Sandgerðisdögum - myndir

Fótboltaveislan Norðurbær-Suðurbær á Sandgerðisdögum fór fram í níunda sinn í ágúst sl. á K&G vellinum í Sandgerði. Eldri knattspyrnumenn Reynis sýndu gamla takta í riginingu og roki og voru ekki að láta veðurguðina trufla þennan viðburð.

Þó svo hart sé barist er ekki mikið rætt um úrslitin en VF myndaði í leik elsta flokksins, yfir 50 ára. Þar hafði Norðurbær betur en keppt var í tveimur yngri flokkum. Eins og sjá má á myndunum var ekkert gefið eftir.
Eftir leiki dagsins var hin árlega saltfiskveisla í Reynisheimilinu. Í boði var léttsaltaður og gulur fyrir lengra komna. Þar skemmtu Reynismenn sér fram eftir nóttu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024