Fjör í Fótboltaskóla Halla og Bóa
Seinasti dagurinn hjá Fótboltaskóla Halla og Bóa var á Þorláksmessu og var mikið fjör. Fótboltaskóli Halla og Bóa hefur verið vinsæll meðal ungra knattspyrnuiðkennda á Suðurnesjum.
Freyr Guðmundsson er yfirþjálfari en fleiri þjálfarar eru Haraldur Freyr Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, Hólmar Örn Rúnarsson, leikmaður FH en lék áður með Keflavík, Ingvar Jónsson, markmaður Njarðvíkur og Einar Daníelsson. Skólinn er fyrir krakka á aldrinum 6-15 ára en þeim er skipt upp í tvo flokka, 6-10 ára mæta á fyrri æfingu og 11-15 ára mæta á þá seinni.
Hægt er að skoða myndir frá skólanum á Þorláksmessu á ljósmyndavef Víkurfrétta.
VF-Myndir/siggijóns
Haraldur Freyr Guðmundsson með einum nemanda sínum í Álasund búningi en Haraldur lék með Álasund áður en hann gekk til við Keflavík.