Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 25. febrúar 2002 kl. 16:27

Fjör hjá yngri flokkunum í körfu

Yngri flokkarnir í körfubolta voru á fullu um síðustu helgi. Tíðindamaður vf.is leit við á nokkrum kvennaleikjum og sá skemmtileg tilþrif.Það var stórleikur í 9. flokki þar sem Keflavík og Njarðvík áttust við síðla föstudags sl. Keflavíkurliðið hefur verið geysi sigursælt undanfarin ár og hampað mörgum titlum. Þeim hefur hins vegar ekki gengið eins vel í vetur og máttu þola tap gegn stöllum sínum úr nágrannahverfinu, Njarðvík. Þær grænklæddu unnu öruggan sigur sem var nánast aldrei í hættu.
Það voru nokkrar "turneringar" í Íþróttahúsi Keflavíkur um helgina. M.a. var ein umferð hjá 7. flokki Keflavíkur í stúlknaflokki. Keflavíkurstúlkum gekk ágætlega. Þær unnu KR og Breiðablik en töpuðu fyrir ÍR. Meðfylgjandi myndir voru teknar á þessum leikjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024