Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjör hjá Grindvíkingum í hangikjötsveislu
Laugardagur 12. desember 2009 kl. 14:49

Fjör hjá Grindvíkingum í hangikjötsveislu

Jósef Kristinn Jósefsson skrifaði undir nýjan samning við Grindavík til þriggja ára í hangikjötsveislu í Gula húsinu, félagsheimili knattspyrnudeildar, í gærkvöldi en þar
var saman kominn hópur velunnara fótboltans í árlegri veislu sem hefur verið haldin undanfarin 20 ár. Jósef er einn efnilegasti leikmaður landsins og hefur átt sæti í
21 árs landsliði Íslands í ár og því mikil gleðitíðindi fyrir Grindvíkinga að hann skuli framlengja samning sinn við félagið. 
Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur hefur Jósef átt fast sæti í meistaraflokki Grindavíkur undanfarin þrjú ár. Hann hefur leikið 66 leiki í deild og bikar og skorað 5 mörk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hangikjötsveislu knattspyrnudeildar var mikið um dýrðir. Útgerðarfélagið Þorbjörn sem hefur verið einn helst bakhjarl fótboltans í Grindavík endurnýjaði samning sinn
við knattspyrnudeildina en Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar, skrifaði undir samninginn ásamt Þorsteini Gunnarssyni, formanni knattspyrnudeildar Grindavíkur. Þá
var skrifað undir ráðningasamning við Eirík Leifsson, nýjan framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar.

Bjarni Andrésson, fyrrum leikmaður, stjórnarmaður og formaður knattspyrnudeildar, fagnaði 60 ára afmæli í dögunum og afhenti knattspyrnudeildin honum gjöf í tilefni
af því.

 

Eftir glæsilega hangikjötsveislu var slegið á létta strengi en ræðumenn kvöldsins voru tveir. Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur fór á kostum þar sem hann kom víða
við. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims rifjaði upp veru sínu í Grindavík en hann var leikmaður liðsins 1982 og var m.a. valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Að síðustu tók Árni Johnsen fram gítarinn og lék á als oddi og sagði skemmtilegar sögur á milli þessi sem menn tóku lagið hástöfum.

Það var fjör á skemmtikvöldinu hjá Grindvíkingum.