Fjör á stuðningsmannakvöldi Reynis
Stuðningsmannakvöld knattspyrnufélags Reynis fór fram á Vitanum í Sandgerði s.l. laugardagskvöld. Reynismenn fjölmenntu og skemmtu sér konunglega undir öruggri handleiðslu Sigursveins Jónssonar veislustjóra. Uppboð fór fram á gömlum búningum og hljómsveitin Flugan tróð upp. Hápunktur kvöldsins var þegar nýr búningur Reynis fyrir tímabilið 2002 var kynntur. Jafnframt var tilkynnt að Tros verður aðalstyrktaraðili Reynis á komandi tímabili og mun auglýsa framan á búningum félagsins.