Fjölsmiðjan stækkar við sig
Það er alltaf nóg um að vera hjá Fjölsmiðjunni á Iðavöllum sem er vinnusetur fyrir fólk sem er hvorki í skóla né vinnu. Fjölsmiðjan rekur Kompuna sem selur húsgögn og ýmsa húsmuni. Nú stendur til að stækka við húsnæðið og verður opnað síðar í þessari viku. Þar verða í boði stærri heimilistæki, rúm, sófasett og fleira.