Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjölmenni í Leirunni í vetrarblíðu um síðustu helgi
Þriðjudagur 27. janúar 2009 kl. 11:23

Fjölmenni í Leirunni í vetrarblíðu um síðustu helgi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var margt um manninn í Leirunni á sunnudaginn enda veðurblíða með endemum. Hólmsvöllur var með haust útlit ef svo má segja, ekki mjög blautur og enn nokkuð grænn.
Já, það voru margir sem nýttu sér veðurblíðuna í síðustu viku og léku golf í Leirunni og á fleiri völlum sem eru opnir eins og t.d. í Sandgerði. Á sunnudag þegar þessi mynd var tekin af ennþá fagurgrænni 9. flötinni, voru nokkrir tugir kylfinga við leik enda frábærar aðstæður þó leikið sé á vetrarflatir og vetrarteigum. Á höfuðborgarsvæðinu var þessu ekki að fagna þar sem nokkur snjór lá á jörðu.
Það jafnast fátt á við það að sjá kúluna fljúga í ljúfu vetrarveðri í þessu glæsilega umhverfi. Það er einhvern veginn eins og maður njóti þess enn betur þegar svona fá tækifæri gefast enda janúar. Í gær og í dag er komin hvít jörð aftur og því lítið um golf í Leirunni á meðan. En dagur lengist og fyrr er varir fer að vora og þá kætast kylfingar á Íslandi.

Á efri myndinni er Ketill Vilhjálmsson, bráðum 80 ára, að slá á 11. teig í vetrarblíðunni í Leirunni sl. sunnudag. Á hinni myndinni má sjá fagurgræna 9. flötina í Leirunni 25. janúar 2009.