Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjölmenni fagnaði bikarmeisturum
Laugardagur 30. september 2006 kl. 22:02

Fjölmenni fagnaði bikarmeisturum

VISA bikarmeistarar Keflavíkur fengu glæsilegar mótttökur við Sparisjóðinn í Keflavík í dag þegar þeir mættu með bikarinn til Reykjanesbæjar. Um leið og Keflvíkingar birtust á tröppum Sparisjóðsins var gangsett vegleg flugeldasýning þó bjart væri úti. Það er nú einu sinni hugurinn sem gildir.

Kristján þjálfari tók til máls yfir fjöldanum og sagði að án stuðnings þeirra hefði þetta aldrei verið mögulegt og fékk hann fyrir hrósið veglegt lof í lófa. Mikil stemmning var við Sparisjóðinn og mættu ungir sem aldnir til þess að hylla hetjurnar.

[email protected]

 

 

 

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024