Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjölmenni á Stjörnuleikjum KKÍ
Laugardagur 13. janúar 2007 kl. 18:38

Fjölmenni á Stjörnuleikjum KKÍ

Hinn árlegi Stjörnuleikur Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í dag í DHL-Höllinni í Vesturbænum.

 

Ifeoma Okonkwo, leikmaður Haukakvenna, og Kevin Sowell, Þór Akureyri, voru valin bestu leikmenn í karla- og kvennaflokki í Stjörnuleikjunum.

 

Shell-liðið í kvennaflokki hafði stórsigur á Iceland Express liðinu 78-112 en í karlaflokki var það lið skipað erlendum leikmönnum sem hafði sigur á liði íslenskra leikmanna 142-120.

 

Hildur Sigurðardóttir, leikmaður Grindavíkur, sigraði í þriggja stiga keppni kvenna og Axel Kárason (Maríassonar sem er Suðurnesjamönnum að góðu kunnur) bar sigur úr býtum í karlaflokki.

 

Vel yfir 700 manns lögðu leið sína í DHL-Höllina í dag og sáu rjómann af körfuknattleiksfólki á Íslandi leika lystir sínar.

 

Suðurnesjamenn áttu fjölmarga fulltrúa í Stjörnuleiknum í dag sem stóðu sig allir með stakri prýði. Bandaríkjamaðurinn Ishmail Muhammad tók þátt í troðslusýningu í hálfleik í karlaleiknum ásamt Lamar Kareem, Kevin Sowell og Ágústi Dearborn og sýndu þeir af sér mögnuð tilþrif.

 

VF-myndir/ [email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024